top of page
Logo_marinetek-03.png

Marinetek ehf er þjónustu og dreifingaraðili fyrir OXE Diesel utanborðsmótora en þeir framleiða byltingarkennda utanborðsmótora frá 125-300 HP með einstaka hönnun og eiginleika, fátt er sameiginlegt með hefðbundnum utanborðsmótor og OXE vél nema útlitið, það má segja að þetta sé innanborðs/hældrifs samsetning í utanborðsmótora útfærslu.

Höfuðstöðvar Oxe Marine eru í Svíþjóð, með sölu og framleiðslu stöðvar í US og söluskrifstofu í Singapore. OXE var stofnað 2012 og er frumkvöðull á diesel utanborðs véla markaðnum, fyrstu vélarnar voru 150 HP og 300 HP vélarnar komu á markað 2020.

OXE er eini framleiðandinn sem býður upp á diesel utanborðsvélar frá 150 til 300 hestöfl.

Oxe150 - Oxe 200 er framleiddur í Albany Georgíu USA þar sem höfuðstöðvar OXE í bandaríkjunum eru, OXE 300 er framleiddur í Tczew Póllandi.

bottom of page