top of page

Velkomin

Marinetek ehf sérhæfir sig í þjónustu og viðgerðum á utanborðsmótorum auk þess að sinna viðhaldi og viðgerðum á innanborðsvélum, hældrifum, dælum, ljósum, siglingatækjum og stjórnbúnaði báta og skipa.
 

Marinetek ehf er umboðsaðili Selva marine á Íslandi.

Selva framleiðir vandaða báta og utanborðsmótora.

Einnig er fyrirtækið þjónustu og dreifingaraðili fyrir OXE Diesel utanborðsmótora en þeir framleiða byltingarkennda utanborðsmótora frá 125-300 HP með einstaka hönnun og eiginleika, fátt er sameiginlegt með hefðbundnum utanborðsmótor og OXE vél nema útlitið, það má segja að þetta sé innanborðs/hældrifs samsetning í utanborðsmótora útfærslu, endilega skoðið nánar á www.oxemarine.com

Eigandi MarineTek ehf, Heimir Sigurður Haraldsson er Vélfræðingur/Vélstjóri með meistarabréf í Vélvirkjun og Rafvirkjun.

Hann hefur sinnt tækniþjónustu við utanborðsmótora, báta og innanborðsvéla frá árinu 2005.

Marine Tek þjónustar vélbúnað frá öllum framleiðendum.

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar og tímapöntun.

Facebook síða MarineTek :
 

  • MarineTek á Facebook

heimir@marinetek.is

sími/phone: 354+6955970

bottom of page